melhor não prescrição anti-inflamatório http://drogaria.pt/viagra/ número de telefone do chip seguro de saúde
Sunday 7. August 2016, 11:23
Fésbókarleikur ÓB-mótsins

Það er stórskemmtilegur leikur í gangi á fésbókarsíðu ÓB-mótsins. Eina sem þú þarft að gera er að líka við ÓB-mótið á Selfossi á fésbókinni. Í boði eru fimm hamborgarar og fimm quiznos-bátar frá Olís á Selfossi.

Fésbókarsíða ÓB-mótsins á Selfossi

Sunday 7. August 2016, 10:48
Myndir af ÓB-mótinu

Ljósmyndarar frá Sporthero.is eru búnir að vera á svæðinu alla helgina og smella myndum af drengjunum okkar. Myndirnar koma inn á morgun, mánudag.

Sunday 7. August 2016, 09:46
Sunnudagur til sigurs

Góðan dag kæru vinir og velkomnir í blíðuna á JÁVERK-vellinum. Keppni  á lokadegi ÓB-mótsins er hafin og sem fyrr leikur veðrið við okkur.

Það er ýmislegt sem við munum bralla í dag og klukkan 12:00 byrjum við að grilla pylsur og bjóða upp á drykki fyrir alla keppendur á mótinu.

Verðlaunaafhending hefst stundvíslega klukkan 13:15 á aðalvellinum og verða keppendur ásamt þjálfara/fararstjóra niðri á vellinum en foreldrar og aðrir stuðningsmenn strákanna verða í stúkunni.

Minnum félög sem eiga eftir að sækja gjafir að nálgast þær í mótsstjórn. Vinsamlegast athugið að gjafir fyrir allt félagið eru afhentar í einu lagi.

Saturday 6. August 2016, 17:40
Öll úrslit dagsins komin inn

Allt gekk vel í dag og er búið að skrá öll úrslit dagsins inn. Búast má við hörku leikjum á morgun þar sem ræðst hverjir vinna sína deild.

Í kvöld kl: 20.00 er kvöldvaka með Ingó Veðurguð í Íþróttahúsinu Vallaskóla.

Kl. 21.00 er svo liðstjóra/þjálfara fundur í Félagsheimilinu á Íþróttavellinum, mikilvægt er að einn fulltrúi frá hverjur félagi mæti þar sem við munum afhenta gjafir frá ÓB.

Saturday 6. August 2016, 08:45
Laugardagur til lukku

Góðan daginn og velkomin á fætur á þessum fallega laugardegi. Fyrstu leikir í riðlakeppninni hefjast núna kl. 9 og á sama tíma fara B-liðin í bíó.

Við bendum foreldrum og forráðamönnum hjá C-liðum á að hádegismatur er til kl. 14:00 til að strákarnir komist á bíósýninguna sem er frá kl. 11:20 til 13:20.

Svo er liðsmyndataka í allan dag í stúkunni þar sem strákarnir frá Sporthero.is er búnir að stilla græjunum upp.

Friday 5. August 2016, 18:48
Leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag tilbúið

Öll úrslit hraðmótsins í dag eru nú komin á vefinn sem og leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag. Ef einhverjar villur eru í úrslitunum biðjum við fólk að hafa samband við þjálfara eða netfangið saevar@ru.is.

Mótið gekk ljómandi vel í dag og voru strákarnir til mikillar fyrirmyndar innan vallar sem utan. Greinilegt að þarna eru á ferðinni flottir strákar sem eiga framtíðina fyrir sér í boltanum.

Minnum á sundlaugarpartýið kl. 20 í kvöld og svo hefst mótið aftur kl. 9 á morgun.

Takk fyrir í dag og sjáumst hress á vellinum á morgun!

Friday 5. August 2016, 18:40
Liðsmyndataka í stúkunni

Strákarnir frá Sporthero.is eru staddir á ÓB-mótinu og verða með liðsmyndatöku í stúkunni frá kl. 9 til 17.

Við hvetjum öll lið til að fara í myndatöku í stúkunni og smella af góðri mynd og skemmtilegri minningu af mótinu.

Friday 5. August 2016, 18:20
Brúarhlaupið á Selfossi

Brúarhlaupið á Selfossi fer fram laugardaginn 6. ágúst á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi og ÓB-mótið í knattspyrnu. Hlaupið er í fallegu umhverfi á göngustígum innan bæjarmarka Selfoss og skapast mikil stemning á Selfossi í tengslum við hlaupið.

Nánari upplýsingar um hlaupið

Hvetjum gesti ÓB-mótsins til að reima á sig hlaupaskóna milli leikja og spretta úr spori í Brúarhlaupinu.

Friday 5. August 2016, 16:54
Fjöldi góðra bílastæða við FSu

Bendum fólki á að það er fullt af góðum bílastæðum við Fjölbrautaskóla Suðurlands (stór gul bygging) sem er við hliðina á gervigrasvellinum. Þaðan er örstutt að labba á keppnisvellina.

Friday 5. August 2016, 16:30
Sundlaugapartý

Við minnum á sundlaugarpartýið sem verður í kvöld klukkan 20:00 þar sem DJ Sveppz sér um stuðið með strákunum.

Gengið er inn um inngang við útiklefa á austurhlið sundlaugar (sem snýr að Vallaskóla).

Vegna fjölda þátttakenda þurfum við að raða liðum í búningsklefa og er hægt að skoða skiptinguna hér fyrir neðan.

Búningsklefi karla inni
Álftanes, Grindavík, Grótta, Hamar/Ægir, Hrunamenn, Höttur og ÍBV.

Búningsklefi kvenna inni
ÍR, Keflavík, Kormákur, Njarðvík og Reynir/Víðir.

Búningsklefi karla úti
Völsungur og Þór.

Búningsklefi kvenna úti
Selfoss og Valur.

« Prev - Next »